| |
1. 1810056 - Áhugi á rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi | |
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur bæjarstjóra og bæjarstjórn að fylgja vel á eftir viljayfirlýsingu Stykkishólmsbæjar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Veitna og Acadian Seaplants frá 16. júní sl., um samstarf um sjálfbæra atvinnu- og innviðauppbyggingu í Stykkishólmi í tengslum við fyrirhugaða auðlindanýtingu þangs í Breiðafirði og minnir á tímafresti samkvæmt samkomulaginu um að samkomulag skuli hafa nást fyrir 31. desember 2021. | | |
|
2. 1905101 - Heimsókn atvinnu- og nýsköpunarnefndar í fyrirtæki | |
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fangar því að Stykkishólmsbær vilji tryggja fyrirtækjunum hagstæð skilyrði, vera hreyfiafl góðra verka og styðja við rannsóknir og nýsköpun. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd lýsir ánægju sinni með hvernig til tókst í þeim heimsóknum sem fram fóru í byrjun mánaðarins sem lið í því að Stykkishólmsbær geti betur stutt við hagsmuni atvinnulífs í sinni stefnumótun og hagsmunagæslu.
Samþykkir atvinnu- og nýsköpunarnefnd að fela formanni að skipuleggja fyrirtækjaheimsóknir eftir áramót í samráði við bæjarstjóra, nefndarmenn og fyrirtæki staðarins, í samræmi við tillögu bæjarstjóra sem samþykkt var á síðasta fundi nefndarinnar og staðfest var af bæjarráði.
| | |
|
3. 2107012 - Stykkishólmur í sókn - Efling atvinnulífs í Stykkishólmi | |
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd væntir þess að tillögur starfshópsins muni leiða til eflingu atvinnu á grunni svæðisbundinna styrkleika sem mun nýtast við stefnumörkun bæjarins í atvinnumálum og stuðla að nýsköpun í Stykkishólmi og komi til með að nýtast við stækkun atvinnusvæða beggja vegna flugvallarins, sér í lagi í sambandi við uppsetningu á grænum iðngarði. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd leggur til við bæjarstjórn að gera ráð fyrir vinnu í þessu sambandi á næsta ári í fjárhagsáætlun bæjarins. | | |
|
4. 1911025 - Lóðaframboð í Stykkishólmi | |
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur til þess að hafinn verði strax undirbúningur að breytingu á aðalskipulagi og stækkun atvinnusvæðis suðvestan við Hamraenda, beggja vegna flugvallarins, í samræmi við tillögu bæjarstjóra og leggur áherslu á að tekið verði mið af þeirri vinnu sem stendur yfir í starfshópi um eflingu atvinnulífs í Stykkishólmi. | | |
|
5. 2109005 - Haustþing SSV 2021 | |
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd fagnar yfirgripsmikilli stefnumörkun SSV í atvinnu- og umhverfismálum og skorar á stjórnvöld að aðstoða sveitarfélög og atvinnulíf á Vesturlandi við að koma stefnunni í framkvæmd. | | |
|
6. 2006020 - Samkomuhúsið í Stykkishólmi við Aðalgötu 6 | |
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur Stykkishólmsbæ til þess að kanna hvort einkaaðilar séu fáanlegir til að vinna að uppbyggingu húsnæðisins til eflingar atvinnulífs í Stykkishólmi. Vandað verði til verka við endurbyggingu húsnæðisins með þeim skilmálum og kröfum sem bærinn setur í samræmi við fyrirliggjandi aðaluppdrætti og skýrslu frá Glámu-Kím. | | |
|
7. 2107004 - Kerfisáætlun Landnets 2021-2030 | |
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir með áliti bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar að ný 132 kv lína frá Vatnshömrum að Vogaskeiði og ný 132 kv lína frá Vogaskeiði að Glerárskógum í Dalabyggð sé forsenda fyrir framtíðarorkuskiptum í samgöngum á landi og haftengdri starfsemi á Snæfellsnesi. Þegar einnig endurnýjun á Vegamótalínu 1 er lokið verður hægt að tryggja afhendingaöryggi og aflgetu og þar með að mæta framtíðareftirspurn atvinnulífs og samfélags á Snæfellsnesi og Dalabyggð. Þessar framkvæmdir eru forsenda fyrir öflugu atvinnulífi á svæðinu og blómlegri byggð. | | |
|
8. 2011013 - Breiðafjarðarferjan Baldur | |
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir með ályktun bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar og óskar eftir upplýsingum frá innviðaráðuneytinu og fjármála- og efnahagsráðuneytinu um hver sé staðan á fjármögnun á bráða- og framtíðarlausnum í samræmi við ályktun bæjarstjórnar og upplýsingum frá Vegagerðinni. Hver séu næstu skref varðandi breytingu á hafnarmannvirkjum og ferjubrúm og dýpkun hafna með það markmið að nýtt skip sem þjónar betur þörfum samfélaganna hefji siglingar yfir Breiðafjörðinn sem fyrst. Ný ferja er í samræmi við ákvæði sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um orkuskipti í ferjusamgöngum. | | |
|
9. 2110010 - Gjaldskrár Stykkishólmsbæjar 2022 | |
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi gjaldskrár. | | |
|
10. 2109010 - Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2022-2025 | |
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við fyrirliggjandi áætlun. | | |
|
11. 1912009 - Skógarstrandarvegur - Tillögur til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020 - 2024 og fyrir árin 2020 - 2034 | |
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd tekur undir með ályktun haustþings Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um mikilvægi áframhaldandi uppbyggingar Skógarstrandarvegar og leggur þunga áherslu á að samgönguyfirvöld og Alþingi bregðist við áskorun samtakanna um að veita fjármagni til framkvæmda allt fyrsta tímabil núgildandi samgönguáætlunar þannig að fjármagni verði veitt til vegarins árin 2023 og 2024.
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd bendir á að í Sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er lögð áhersla á að þegar dregið verði úr eignarhaldi ríkisins í fjármálakerfinu verði þeir fjármunir nýttir í uppbyggingu innviða. Því er gerð sú krafa að þeir fjármunir verði meðal annars nýttir til fullfjármögnunar vegarins, þ.m.t. þverun Álftafjarðar líkt og ályktun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi kveður á um. | | |
|
| |
12. 2110001 - Menningarstefna Vesturlands 2021-2024 | |
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd hvetur fyrirtæki í ferðaþjónustu til þess að greina tækifæri í fyrirliggjandi skýrslu. | | |
|
13. 2110018 - Samstarf Stykkishólmsbæjar og Rannsóknaseturs Íslands á Snæfellsnesi | |
Lagt fram til kynningar. | | |
|
14. 2110008 - Starfsemi náttúrustofu Vesturlands | |
Lagt fram til kynningar. | | |
|