Til bakaPrenta
Bæjarstjórn - 404

Haldinn í bæjarstjórnarsal,
25.11.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Gunnlaugur Smárason aðalmaður,
Steinunn Ingibjörg Magnúsdóttir aðalmaður,
Ásmundur Sigurjón Guðmundsson aðalmaður,
Árni Ásgeirsson varamaður,
Erla Friðriksdóttir aðalmaður,
Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri,
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (HH) Forseti,
Lárus Ástmar Hannesson aðalmaður,
Þór Örn Jónsson fundarritari, Jón Sindri Emilsson .
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Fundargerðir nefnda
1. 2111004F - Bæjarráð - 633
Lögð fram 633. fundargerð bæjarráðs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Til máls tóku:HH,JBJ og LÁH
Bæjarráð - 633.pdf
2. 2111003F - Skóla- og fræðslunefnd - 187
Lögð fram 187. fundargerð skóla- og fræðslunefndar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Skóla-_og_fræðslunefnd_-_187.pdf
3. 2111001F - Ungmennaráð - 18
Lögð fram 18. fundargerð ungmennaráðs.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Ungmennaráð_-_18.pdf
4. 2110001F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 17
Lögð fram 17. fundargerð afgreiðslufunda byggingarfulltrúa.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 17.pdf
5. 2111002F - Skipulags- og bygginganefnd - 255
Lögð fram 255. fundargerð skipulags- og bygginganefndar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Skipulags- og bygginganefnd - 255.pdf
Erindi til kynningar
6. 2102003 - Fundargerðir 2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga
Lögð fram fundargerð 902. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var föstudaginn 29. október sl.
Framlagt til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 902.pdf
7. 2006001 - Fundargerðir Jeratúns ehf.
Lagðar fram fundargerðir hlutahafafunda Jeratúns ehf. frá ágúst og september sl.
Framlagt til kynningar.
Jeratún fundargerð hluthafafundar 06.09.2021 - Endanleg - undirritað.pdf
Jeratún ehf. samþykktir 2021 06.09.2021 - Endanleg - undirritað.pdf
Jeratún fundargerð hluthafafundar 26.08.2021.pdf
8. 2101043 - Fundargerðir stjórnar byggðasamlags um rekstur félags- og skólaþjónustu Snæfellinga
Lögð fram 123. fundargerð stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.
Framlagt til kynningar.
Fundargerð 123. fundar stjórnar FSS 27 .10. 2021.pdf
9. 2109005 - Haustþing SSV 2021
Lögð fram fundargerð Haustþings SSV 2021 var haldið í Árbliki í miðvikudaginn 10. nóvember.

Þar voru m.a. saman komnir fulltrúar sveitarfélaganna á Vesturlandi, starfsfólk SSV, Þórdís KolbrúnR. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, Bjarni Júlíusson fyrir hönd IceFuel, Einar Mathiesen framkvæmdastjóri vindorku og jarðvarmasviðs hjá Landsvirkjun og Gnýr Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Landsneti.

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, Lárus Ástmar Hannesson, Jakob Björgvin Jakobsson og Erla Friðriksdóttir sóttu fundinn fyrir hönd Stykkishólmsbæjar. Þema fundarins voru orkumál.

Framlagt til kynningar.
Haustþing 2021-fundargerð final.pdf
10. 2111015 - Starfsleyfi urðunarstaðar Stykkishólmsbæjar við Ögursveg
Lagt fram starfsleyfi sem Umhverfisstofnun veitir Stykkishólmsbæ vegna móttöku og meðhöndlunar úrgangs í landi við Ögursveg. Leyfið gildir til 11. nóvember 2037.
Framlagt til kynningar.
SL urðunarstaður Stykkishólmi útgáfa undirrituð.pdf
11. 2110024 - Ágóðahlutagreiðsla 2021
Lagt fram erindi frá Brunabótafélagi Íslands þar sem fram kemur að á síðasta aðalfundi fulltrúaráðs EBÍ hafi verið samþykkt að áfram muni hluti hagnaðar af starfsemi félagsins vera greiddur út til aðildarsveitarfélaganna í formi ágóðahlutar.
Framlagt til kynningar.
Scan_20211022 (16).pdf
Erindi til afgreiðslu/umsagnir
12. 2109023 - Sjávarflöt 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð er fram umsókn Jóns Sævars Baldurssonar um leyfi fyrir byggingu bílskúrs við Sjávarflöt 6, sem verður samtengdur núverandi einbýlishúsi. Auk nýs bílskúrs hyggst eigandi einnig breyta núverandi útliti hússins með því að klæða það með báru og breyta jafnframt útliti glugga. Skipulagi innanhúss verður einnig breytt.

Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi erindinu til afgreiðslu í Skipulags- og byggingarnefnd.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti, á 255. fundi sínum, að grenndarkynna fyrirhuguð áform fyrir eigendum Vallarflatar 3 og 5 of Sjávarflatar 4,5,7 og 8 í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nrþ 132/2010.

Bæjarráð staðfesti, á 633. fundi sínum, samþykkt skipulags- og byggingarnefndar að grenndarkynna fyrirhuguð áform fyrir eigendum Vallarflatar 3 og 5 of Sjávarflatar 4,5,7 og 8 í samræmi við 44. gr. skipulagslagna nr. 132/2010 og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja hana.

Bæjarstjórn samþykkir að grenndarkynna fyrirhuguð áform fyrir eigendum Vallarflatar 3 og 5 of Sjávarflatar 4,5,7 og 8 í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 132/2010.
Aðaluppdráttur - PDF.pdf
13. 2109021 - Austurgata 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð er fram umsókn um framkvæmdarleyfi vegna útlistbreytingar á húsi við Aðalgötu 7, Hótel Fransiskus. Útlitsbreytingin fel í skiptingu á klæðningu á turni kapellunnar og efri hæð á suðurhluta byggingarinnar sbr. meðfylgjandi teikningu. Klætt verður með 2mm þykkum PVDF húðuðum álplötum í ljósum lit svipuðum þeim lit sem er á núverandi veggjum hússins.

Skipulags- og byggingarnefnd taldi, á 255. fundi sínum, að um sé að ræða óverulegar breytingar sbr. 2.3.4. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar vegna hugsanlegs minjagildis byggingarlistar.

Bæjarráð staðfesti, á 633. fundi sínum, ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar og vísaði umsögn Minjastofnunar til úrvinnslu hjá byggingafulltrúa. Bæjarráð benti á að fyrirhugað er að skipta um klæðningu á Austurgötu 7 og hvatti til þess aðilar gæti samræmis.

Afgreiðsla bæjarráðs lögð fram til staðfestingar

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
Austurgata vestur BN 3 - 2021.pdf
Austurgata austur BN 4 - 2021.pdf
Austurgata 7 klaedn. nordur BN 2- 2021.pdf
Bréf frá Minjastofnun, dags. 15.11.21.pdf
14. 2111014 - Ábyrgð Stykkishólmsbæjar vegna láns Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga
Lögð fram tillaga um samþykki Stykkishólmsbæjar um einfalda ábyrgð sveitarfélagsins á lántöku Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga bs. þar sem sveitarfélagið skuldbindur sig til þess að taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánsamningi vegna láns Félags og skólaþjónustu Snæfellinga frá Lánasjóði sveitarfélaga í samræmi við bókun 123. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga bs., ásamt undirritaðri yfirlýsingu Stykkishólmsbæjar og fundargerð 123. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga bs.

Lögð fram tillaga bæjarráðs að bókun/afgreiðslu.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkir að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Félag og skólaþjónustu Snæfellinga hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 60.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki bæjarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Er lánið tekið til að fjármagna byggingu þjónustuíbúðakjarna fatlaðs fólks á Snæfellsnesi, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Samkvæmt framangreindu samþykkir Stykkishólmsbær að taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánsamningi vegna láns Félags og skólaþjónustu Snæfellinga frá Lánasjóði sveitarfélaga í samræmi við bókun 123. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga bs. og fyrirliggjandi gögn.
Bæjarstjórn veitir Jakob Björgvin Jakobssyni, kt. 0609825549, fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Stykkishólmsbæjar að undirrita öll skjöl í samræmi við framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast fyrrgreindri lántöku eða ábyrgð sveitarfélagsins á lántöku Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga bs., en stjórn Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga bs. hefur þegar veitt forstöðumanni Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga fullt og ótakmarkað umboð fyrir hönd Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga bs. til undirritunar lánsins og aðhafast annað það sem kann að tengjast umræddri lántöku, sbr. fyrirliggjandi bókun 123. fundar stjórnar.

Til máls tóku:HH og LÁH
Tillaga að bókun.pdf
15. 2004053 - Opnunartími leikskóla milli jóla og nýárs
Bæjarstjórn samþykkti, á 402. fundi sínum, tillögur leikskólastjórnenda um opnanir milli jóla og nýárs, dimbilviku og aðdraganda sumarleyfa.

Lagt er fram bréf leikskólastjóra varðandi aukið jólafrí barna.

Bæjarráð lagði til, á 633. fundi sínum, við bæjarstjórn að samþykkja tillögu Sigrúnar Þórsteinsdóttur leikskólastjóra um opnum leikskólans.

Bæjarstjórn samþykkir aukið leyfi og niðurfellingu gjalda í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Aukið jólaleyfi fyrir börnin.pdf
16. 2111007 - Saunatunna í Móvík
Anna Sigríður Gunnarsdóttir og Anna Ingibjörg Hallgrímsdóttir óska eftir leyfi fyrir uppsetningu saunatunnu við bráðabirgðaaðstöðu Sjósundfélags Stykkishólms sem liggur í landi Stykkishólmsbæjar við Móvík.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti, á 255. fundi sínum, fyrir sitt leyti að veita tímabundið leyfi fyrir saunatunnu við aðstöðu sjósundsfélagsins í Móvík með fyrirvara um athugasemdir byggingarfulltrúa og samþykki bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkti, á 633. fundi sínum, til bráðbirgða að veita leyfi fyrir saunatunnu við aðstöðu sjósundsfélagsins í Móvík. Bæjarráð benti á að þetta svæði er skipulagt íbúðasvæði og staðsetningin verður að vera með samþykki Stykkishólmsbæjar.

Afgreiðsla bæjarráðs er lögð fram til staðfestingar

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

Til máls tóku:HH,JBJ og LÁH
bréf til Kristínar fyrir Sjósundsfélagið.pdf
17. 1808022 - Minnispunktar bæjarstjóra
Minnispunktar bæjarstjóra lagðir fram til kynningar.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir minnispunktum sínum.

Til máls tóku:HH og JBJ
Minnispunktar bæjarstjóra - Nóvember 2021 - JBJ.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til bakaPrenta