Til bakaPrenta
Skóla- og frćđslunefnd - 168

Haldinn í Leikskóla Stykkishólms,
13.05.2019 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Jón Einar Jónsson ađalmađur,
Guđrún Svana Pétursdóttir ađalmađur,
G. Björgvin Sigurbjörnsson ađalmađur,
María Kúld Heimisdóttir formađur,
Ásmundur Sigurjón Guđmundsson ađalmađur,
Berglind Eva Ólafsdóttir fulltrúi starfsmanna leikskóla, Elísabet Lára Björgvinsdóttir (ELB) skólastjóri leikskóla, Sigrún Erla Eyjólfsdóttir fulltrúi foreldrafélags leikskólans.
Fundargerđ ritađi: Jón Einar Jónsson, ađalmađur


Dagskrá: 
Erindi til kynningar
1. 1905053 - Skóladagatal leikskólans
Leikskóladagatal fyrir skólaáriđ 2019-2020 lagt fram. Dagataliđ er međ hefđbundnu sniđi, helsta breytingin er vegna sumar lokunar.

Gert er ráđ fyrir fjórum heilum skipulags- og námskeiđsdögum og tveimur hálfum dögum en ţá er lokađ kl. 12:00. Ađeins einn síđdegisfundur starfsmanna er á dagatalinu en ţeir fundir lenda nú innan skipulagsdaga ađ mestu leyti. Annars er leikskóladagataliđ nokkuđ hefđbundiđ međ litadögum, jóladagskránni, foreldraviđtölum og fundum, afmćlishátíđum, ţorrablóti, konudagskaffi o.fl.

Helsta breyting frá fyrra ári er breyting á sumarlokun leikskólans ţar sem frá og međ sumrinu 2020 verđur leikskólanum lokađ í 20 daga í stađ 24 daga og seinkar ţví sumarlokuninni sem ţví nemur. Foreldraráđ leikskólans hefur samţykkt leikskóladagataliđ.

Skólanefnd samţykkir skóladagatal leikskóla fyrir skólaáriđ 2019-2020. Nefndin leggur til ađ könnuđ verđi viđhorf foreldra til sumarlokunar fyrir skólaáriđ 2020-2021.
2. 1905051 - Skýrsla leikskólastjóra
Fjöldi nemenda nćsta skólaár.

Eftir áramótin hafa veriđ 83 nemendur í leikskólanum en 14 börn útskrifast í sumar. Samkvćmt innritunarreglum leikskólans ţarf umsókn um leikskólavist ađ liggja fyrir í síđasta lagi 1. maí ef óskađ er eftir leikskóladvöl ađ hausti ţađ sama ár. Stađan á umsóknum nú í byrjun maí er ađ í haust er gert ráđ fyrir 79 börnum í leikskólann og eftir áramótin eru 7 börn til viđbótar sem bíđa ţess ađ komast inn. Ţađ stefnir ţví í 86 börn í byrjun árs 2020. Stjórnendur leikskólans skođa nú hvernig hćgt er ađ bregđast viđ ţessari aukningu en ljóst er ađ yfirfljótandi verđur á öllum deildum, nema Bakka ţar sem hámarkiđ hefur veriđ sett viđ 13 börn í einu. Hugmyndir um aukna útikennslu eru í vinnslu og fleira sem létt gćti á húsnćđinu og minnkađ álagiđ sem ţessi fjöldi hefur á bćđi starfsmenn og nemendur.

Starfsmannamál.

Ólafur Ingi hefur sagt upp 100% starfi vegna flutninga og hćttir 30. júní n.k. Einnig Sćrós Lilja og Ţórhildur en ţćr hćtta störfum viđ sumarlokun leikskólans vegna náms. Tveir starfsmenn eru á leiđ í fćđingarorlof í haust. Annar í 50% stöđu vćntanlega frá 1. júlí n.k. í ár og hinn í 100% stöđu frá 1. september ? 31. desember n.k. Ein uppsögn hefur einnig borist međ fyrirvara um ađ geta dregiđ uppsögnina til baka.

Auglýst var eftir deildarstjórum, sérkennslustjóra og leikskólakennurum í apríl. Umsóknarfrestur rann út 26. apríl og bárust 7 umsóknir. Tvćr ţeirra uppfylltu ekki ţau skilyrđi sem sett voru og einn dró umsókn til baka. Karín Rut og Bergdís Eyland sóttu eftir áframhaldandi deildarstjórn og Berglind Ósk sótti um stöđu sérkennslustjóra. Gengiđ verđur til samninga viđ ţćr. Einnig hefur Snćbjört Sandra Gestsdóttir veriđ ráđin. Auglýst hefur veriđ aftur eftir leikskólakennurum og rennur umsóknarfrestur út 17. maí, enn vantar a.m.k. 3 starfsmenn.

Kjör og starfsumhverfi leikskólastarfsmanna, sérstaklega međ tilliti til aukinna krafna og álags.

Mikil aukning hefur orđiđ á fjölda nemenda í leikskólanum og mun ađ öllum líkindum aukast enn frekar á komandi skólaári. Alltaf velja fleiri og fleiri sveitarfélög ţađ ađ styrkja starfsfólk sitt og bćta starfsumhverfi ţeirra umfram ţađ sem stendur í kjarasamningum s.s. varđandi lengri undirbúningstíma, styttingu vinnuvikunnar, styrki í líkamsrćkt, sundkort o.fl. Slíkt
hefur allt forvarnargildi varđandi t.a.m. heilsueflingu starfsmanna sem getur komiđ fram í aukinni starfsánćgju og minni fjarveru vegna heilbrigđismála. Óska stjórnendur leikskólans eftir ţví ađ ţessir ţćttir verđi skođađir ekki síst í ljósi aukins álags í leikskólanum. Skólanefnd tekur undir ţađ.

Ţessu til stuđnings er bent á könnun um kjör og starfsumhverfi leikskólakennara sem nýlega var framkvćmd, sjá á slóđinni: https://www.ki.is/images/Skrar/Frettir/2019/190318_Konnun_um_kjor_og_starfsumhverfi_leikskolakennara.pdf


Umsóknareyđublöđ hafa veriđ uppfćrđ í takt viđ ný persónuverndarlög.

Umsóknareyđublöđin sem voru á íbúagátt Stykkishólmsbćjar voru t.a.m. óţarflega ítarleg og innihéldu upplýsingar sem voru óţarfar eđa áttu betur heima í fyrsta viđtali áđur en ađlögun í leikskólann hefst. Umsóknareyđublöđ hafa ţví veriđ einfölduđ og innihalda nú einungis upplýsingar sem nauđsynlegt er ađ hafa á ţessu stigi.

Lengra sumarleyfi nemenda sumariđ 2019

Nokkrar umsóknir bárust um lengra sumarleyfi nemenda í sumar. Ţćr dugđu ţó ekki til ţess ađ hćgt vćri ađ ađlaga ný börn inn í maí. En laust verđur fyrir ađlaganir í júní. Einungis eitt barn bíđur ţó eftir ađ komast inn fyrir sumarfrí. Ţessi lengri sumarleyfi nemenda gera ţađ kleyft ađ koma til móts viđ ţá starfsmenn sem óska eftir sumarleyfi utan lokunartíma leikskólans án ţess ađ ráđa inn auka afleysingarfólk annađ en ađstođarfólk sem viđ fáum frá vinnuskólanum.

Lagt fram til kynningar.
3. 1905052 - Vinnsluskrá frá leikskólanum
Vinnsluskrá leikskólans lögđ fram.

Sett hefur veriđ upp vinnsluskrá međ lýsingu á vinnslu allra ţeirra persónupplýsinga sem leikskólinn hefur í fórum sér eins og kveđiđ er á um í nýjum persónuverndarlögum. Ţar má m.a. sjá tegund persónuupplýsinga, hvađ er gert viđ ţćr, hvert ţeim er miđlađ,hvađ verđur um ţćr, tilganginn međ upplýsingasöfnuninni og í hvađa lög heimildin til vinnslunnar er sótt.

Framlagt.
Erindi til afgreiđslu/umsagnir
4. 1905054 - Innritunarreglur leikskólans
Innritunarreglur leikskólans hafa veriđ uppfćrđar og eru framlagđar.

Ekki var um breytingu á reglunum sjálfum ađ rćđa heldur einungis uppfćrslu á stađreyndum m.v. ţćr breytingar sem hafa orđiđ á húsakosti (Bakki bćttist viđ síđan 2013), opnunartíma (var áđur opiđ til 17:00) og fjölda deilda.

Skólanefnd samţykkir uppfćrđar innritunarreglur.
Fleira ekki gert. Fundi slitiđ kl. 18:45 

Til bakaPrenta