Til bakaPrenta
Bæjarráð - 584

Haldinn í bæjarráðssal,
03.05.2018 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Katrín Gísladóttir (KG) varaformaður,
Lárus Ástmar Hannesson (LÁH) aðalmaður,
Sturla Böðvarsson bæjarstjóri,
Þór Örn Jónsson bæjarritari,
Fundargerð ritaði: Þór Örn Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Fundargerð
1. 1804011F - Umhverfisnefnd - 52
Fundargerð framlögð.
1.1. 1705010 - Umhverfisdagar og heinsunarátak
Niðurstaða 52. fundar umhverfisnefndar
Nefndin leggur til að umhverfisdagar verði 11.-18. maí 2018 þar sem íbúar eru hvattir til að taka til í sínu nærumhverfi.
Niðurstaða þessa fundar
Nefndin leggur til að umhverfisdagar verði 11.-18. maí 2018 þar sem íbúar eru hvattir til að taka til í sínu nærumhverfi.

Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt. Bæjarstjóra falið að auglýsa umhverfisdagana.
1.2. 1712026 - Endurheimt og varðveisla votlendis á Íslandi - lykilhlutverk sveitarfélaga
Niðurstaða 52. fundar umhverfisnefndar
Umhverfisnefnd tekur undir það hversu mikilvægt sé að sveitarstjórnarfólk (bæjarfulltrúar) og byggingarfulltrúi kynni sér efni bréfsins þar á meðal reglur um röskun votlendis á Íslandi og hlutverk sveitarfélaga í þeim efnum. Hvetur nefndin jafnframt til að votlendi sé ekki raskað nema brýn nauðsyn beri til og leitað sé leiða til endurheimtar votlendis sé þess kostur.
Niðurstaða þessa fundar
Umhverfisnefnd tekur undir það hversu mikilvægt sé að sveitarstjórnarfólk (bæjarfulltrúar) og byggingarfulltrúi kynni sér efni bréfsins þar á meðal reglur um röskun votlendis á Íslandi og hlutverk sveitarfélaga í þeim efnum. Hvetur nefndin jafnframt til að votlendi sé ekki raskað nema brýn nauðsyn beri til og leitað sé leiða til endurheimtar votlendis sé þess kostur.

Bæjarráð leggur áherslu á að tekið sé tillit til áforma um endurheimt og varðveislu á votlendi eins og aðstæður leyfa.

Fundargerð samþykkt.
Aðrar fundargerðir
2. 1805005 - Fundargerð 859. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27.4.18
Framlagt til kynningar.
Samningar/tilboð
3. 1804027 - Endurnýjun samnings um rekstur tjaldsvæðis
Samningur um rekstur tjaldstæðis framlagður og samþykktur.
Erindi til afgreiðslu/umsagnir
4. 1804033 - Norðurljósahátíð 2018- tillaga að tímasetningu 27.- 28. Október 2018 og skipulagi
Samþykkt að Norðurljóshátíð 2018 verði 27.-28. október 2018. Samþykkt að fela safna-og menningarmálanefnd að skipuleggja hátíðina.
5. 1805002 - Erindi Breiðafjarðarnefndar vegna framkvæmdaáætlun fyrir tímabilið 2018-2021
Samþykkta að vísa erindinu til umsagnar umhverfisnefndar jafnframt verði framkvæmdaáætlun kynnt fyrir sveitastjórnum.
6. 1805003 - Þriggja mánaða uppgjör ársins 2018 (janúar til mars)
Þriggja mánaða uppgjör 2018 jan-mars framlagt til kynningar.
7. 1805004 - Erindi vegna væntanlegs viðauka við Fjárhagsáætlun 2018
Samþykkt að vísa erindinu til vinnu við 1. viðauka við fjárhagsáætlun 2018-2021.
8. 1804039 - Ársreikningur ársins 2017, seinni umræða
Ársreikningur ársins 2017 framlagður og samþykkt að vísa honum til seinni umræðu í bæjarstjórn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:50 

Til bakaPrenta